Hver er Brynja Emilsdóttir

Ég hef alla tíð haft unun af því að viða að mér nýjum hlutum og er sólgin í allt sem tengist sköpun og vellíðan. Hvort sem það tengist líkamlegri vellíðan eða andlegri.

Lífsreynsla mín er ekki síður mikilvæg en hún hefur kennt mér ýmislegt í gegnum nám, störf og bara lífið sjálft sem ég get með engu móti legið á og vil því frekar miðla henni áfram.

Snemma sinnti ég sköpunarhliðinni og útskrifaðist úr Textíldeild Listaháskólans árið 2000. Bætti við mig tæknilegu námi í fatatækni og hönnun í Barcelona þar sem ég viðaði að mér mikilli reynslu í námi og starfi. Síðar vann ég við útivistarhönnun í nokkur ár, og á sama tíma og ég byggði upp eitt af því sem hefur fylgt mér alla tíð sem er að endurnýta textíl sem fyrir er til og gefa honum nýtt líf. Barnaföt og heimilistextíll urðu fyrir valinu í fyrstu undir merkinu Besla. Seinna tók ég meistaranám í listkennslufræðum í Listaháskóla Íslands.

Ég hef í gegnum tíðina, kennt á ýmsum skólastigum, leikskóla, Myndlistarskólanum í Reykjavík og núna er aðalstarf mitt textíl- og jógakennari við Hagaskóla í Reykjavík.

Ég, eins og flestir sem komnir eru á miðjan aldur, hef gengið í gegnum ýmislegt, höfnun, skilnað, missi og síðast kulnun.

Andleg heilsa er okkur svo mikilvæg og alls ekki síður en sú líkamlega.
Ég hef lokið 280 stunda Hatha jógakennaranám og 20 stunda jóga nidra kennaranámi sem vissulega byggir á báðum þáttum. Ég varð algjörlega heilluð af Andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi Moestrup og hennar prógrammi. Gagnvirk þjálfun sem ég sá fljótt árangur af. Seinna fór hún á stað með kennaranám í Andlegri einkaþjálfun og er það eitt af því besta sem ég hef gefið sjálfri mér. Ég hef heilað sjálfan mig með sköpun með andlegri einkaþjálfun og í dag er hún stór partur af mér en þetta tvennt hefur gjörbreytt lífi mínu til hins betra.

beslowlifestyle@gmail.com

Hafðu samband