Vitund / awareness

Við Björg Pjetursdóttir tókum að okkur verkefnastjórnun og settum upp sýninguna með fjölbreyttan hóp textílhönnuða á HönnunarMars 2022.
Hvöttum til að huga að endurvinnslu og endurnýtingu og hafa þannig jákvæð áhrfi á framleiðsluhringrásina með því að nýta það sem þegar hefur verið búið til. Gamlar gardínur urðu að kápum hjá mér en í þetta sinn fullorðins.

Kolagata, Hafnartorgi
HönunnarMars 4-8.maí 2022
www.honnunarmars.is/dagskra/2022/vitund
Myndir: Emil þór
Saumur: Aldís Lind

er orð yfir kyrrð og frið sem mér er hugleikið um stundir sem næra sálartetrið.

Kveikjan af sýningunni fæddist í Skálholtsvík, þar sem náttúran nærir hverja frumu. Hafið, fjaran, ferska loftið og fólkið. Úr varð lítil sería þar sem allskonar fólk, héðan og þaðan gaf mér uppáhaldsorðið sitt.
Orðin eru eins mismunandi eins og fólkið er margt.

Seríurnar eru tvær annarsvegar veggir úr Kópavogsgöngum og hinsvegar úr fjörunni í Skálholtsvík þar sem ég einnig gekk fram á reipi sem varð af mynstri í augum textílshönnuðarins.

Þriðja serían er útsaumur og textílþrykk af reipi, rós og hjarta.
Mín Ró er sköpun og vellíðan og hefur fylgt mér alla tíð og fara einkar vel saman.

Auglit – Skipagötu, Akureyrir 2021.

Með Endalausri Ást til ykkar allra setti ég upp sýningu til þess að fagna því að ég fór að skapa aftur. mér varð það ljóst að það nærir hjartað mitt meira en mig grunaði. Vangaveltur um allt sem skiptir máli.

Útsaumur, þrykk, heimilistextíll og fatnaður.

Kirsuberjatréð 2018