Andleg einkaþjálfun er 12 mánaða námskeið, þar sem þú færð tækifæri til þess að koma þér í þitt besta andlega form.
Námskeiðið er byggt upp sem fallegt ferli þróað til þess að gefa þér, þína bestu útgáfu af sjálfum þér.
Andleg einkaþjálfun gefur þér verkfæri til þess að þjálfa andlegu hliðina þína, breyta hugarfari þínu og bæta samskipti.
Námskeiðið byggist upp á verkefnum, æfingum, lestri og reynslusögum sem hjálpa þér að sjá lífið í bjartara ljósi ásamt ýmsum öðrum fróðleik.
Í dag þykir sjálfsagt að huga að líkama, mataræði og hreyfingu en við eigum það til að gleyma andlegu hliðinni. Hana þarf ekki að síður að æfa, rækta og viðhalda svo við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur.
Andleg einkaþjálfun er einstakt tækifæri til þess að setja sjálfan þig í fyrsta sæti, finna betri líðan og innri ró.
Þegar þú byrjar á námskeiðinu færð þú aðgang að ýmiskonar efni, verkefnum, æfingum og reynslusögum sem hjálpa þér að sjá hlutina í nýju ljósi. Við hittumst einu sinni í mánuði; í raun- eða netheimum, við finnum saman lausn sem hentar þér og þínum aðstæðum. Eigum klukkutíma samtal í hverjum mánuði um lífið og verkefnin og hvernig þau geta hjálpað þér. Þú hefur aðgang að mér allan tímann sem þjálfunin á sér stað ásamt því að koma með vangaveltur, eiga samtal og fá svör vikulega í gegnum tölvupóst, sem ég tel vera eitt af því mikilvægasta í því að vaxa og dafna í gegnum þennan fróðleik.
Hún er fyrir þig ef þú vilt sjá varanlegar breytingar, vilt setja sjálfan þig í fyrsta sæti, ert komin með nóg af því að ekkert breytist og vilt gefa þér þá gjöf að líða vel sama þó mótlæti komi á þinn veg. Vilt næra þig, finna ró og styrk og þannig ná að blómstra sem aldrei fyrr.
Ef að þetta höfðar til þín og þú ert að tengja við innihaldslýsingu námskeiðs, býð ég þér uppá stuttan kynningartíma og þar finnum við hvort þú sért tilbúinn í djúpa sjálfsvinnu með mig til stuðnings og hjálpar.
Það er mín von að ég fái tækifæri til að miðla til þín öllu því sem ég hef sankað að mér í gegnum nám og starf.
12 mánaða prógram 17900kr mánuðurinn.
10 % afsláttur á eingreiðslu fyrir árið.
Hlakka til að heyra frá þér!
Brynja Emils
beslowlifestyle@gmail.com